Jæja…hverjir hérna skelltu sér á Opið hús í Borgarleikhúsinu? Ég fór! :D Þrátt fyrir að hafa verið pínu veik..og jaaa, veikst við það þar sem ég fór ekki í skólan í dag :P En hvaahh, hver lætur það stoppa sig? :D

Mér fannst mjög gaman þó að ég hefði viljað sjá meira. Húsið opnaði kl 14.00 en ég mætti 15.00. Var síðan allveg til 17.00 en það var nú fljótt að líða :) Fór á opna æfingu hjá Fýsn og líka Fólkið í blokkinni. Það var gaman, en ég hefði samt viljað sjá meira..þetta var svo lítið og stutt,hehe :)

Og jamm, svo fór ég í túr um Borgarleikhúsið. Ég var nú búin að sjá flest allt áður, en það var langt síðan. Auk þess fæ ég aldrei leið á að sjá þarna baksviðs svo það var mjög gaman :D Það versta var að það var allveg ooooofboðslega mikið af fólki í mínum hóp svo það var ekkert smá mikill troðningur. En Bergur

Ég frétti síðan hjá vini mínum að Þjóðleikhúsið ætlaði að gera það sama þessa helgi. Hafa opið hús og hleypa inn á opnar æfingar og svona. I'll be there! Hef bara séð pínu baksviðs í Þjóðleikhúsinu..ekki það mikið svo ég hlakka mjög til að sjá það :)

Hverjir fóru í Opið hús hjá Borgarleikhúsinu? Hvernig fannst ykkur og ætlið þið á Opið hús hjá Þjóðleikhúsinu?
An eye for an eye makes the whole world blind