Jæja, ég var að skoða nýtt leikhúsblað frá Borgarleikhúsinu. Skoða hvaða leiksýningar væru í boði á þessu leikári og svona. Þá rakst ég á þessa auglýsingu og ákvað að setja hana hérna inn :)

Passar þú í fötin?
Leitum að hæfileikaríkum krökkum að leika, dansa og syngja

Í tilefni af uppsetningu á söngleiknum Söngvaseiður (Sound of music) leitum við a hæfileikaríkum leikurum á aldirnum 8-18 ára til að fara með hlutverk sjö barna Von Trapp. Skráning í prufurnar fer fram miðvikudaginn 22. október kl. 16.30-18.00 í anddyri Borgarleikhússins. Þar verða teknar ljósmyndir og hverjum þáttakanda gefinn tími í áheyrnarprufu dagana á eftir. Einnig verða veittar nánari upplýsingar um undirbúning. Prufurnar sjálfar verða skemmtilegar og allir fá að láta ljós sitt skína. Farið verðir í gegnum leiklistaræfingar með hverjum hóp og svo fær hver og einn að spreyta sig í leik og söng. Athugið að eina leiðin til að skrá sig í áheyrnarprufur er að mæta á tilgreindum tíma. Viðhverjutm lagvissa, duglega og kraftmikla krakka sem langar að taka þátt í stórkostlegu ævintýri til að mæta. Við tökum vel á móti ykkur, og að sjálfsögðu er velkomið að hafa mömmu eða pabba með sér í skráninguna.

Söngfólk í kórhlutverk!
Við leitum einnig að sterku söngfólki í kórhlutverk, konum og körlum 18 ára og eldri, sem hafa söngreynslu. Skráning í prufur fyrir kórhlutverk fer fram á sama tíma og skráning í barnaprufur.

Jæja…þið sem eruð 18 ára og yngri..ætlið þið í prufurnar? Hvað með ykkur sem eruð 18 ára og eldir..ætlið þið í prufur fyrir kórhlutverkið?

Ég er 18 svo ég kemst þannig lagað í báða flokkana. Hugsa að ég fari samt bara í prufur fyrir kórhlutverkið :P Ef ég fer í prufurnar…ég bý náttúrulega ekki í bænum, en samt getur maður eigilega ekki látið svona stórt tækifæri bara í vaskinn!
Ég hef verið í kór síðan ég var pínu lítil og því mjög vön kórksöng, að radda og svona en hinsvegar er ég mjög óstyrk þegar ég syng ein. Ég er rosalega fegin núna að ég er að fara að byrja í söngnámi. Ætla að sjá hvernig það gengur og síðan kanski fara í prufuna… :)

Hvað með ykkur?
An eye for an eye makes the whole world blind