Sá hérna korkinn um reynslusögur varðandi leiklistarskóla og þá datt mér í hug annar korku. Hafið þið einhver skemmtilegar reynslusögur varðandi leikrit sem þið hafið leikið í.

Ég get byrjað á að koma með litla. Ég var að leika í leikritinu Ósýnilegi Kötturinn í uppsetningu Leikfélags Menntaskólans á Akureyri. Þar lék ég mjög æstan og stjórnsaman leikstjóra sem skammaðist í öllum. Í einu atriðinu átti ég að vera að tala við handritshöfundinn minn og kem ég þá með línu um að leikarar séu bara “Kommar og dópistar” ég strunsa svo út af sviðinu þar sem handritshöfundurinn stendur og talar við leikarana. Í lok atriðsins kveður höfundurinn leikarana og muldrar fyrir sér í óánægju “Oh leikarar” og þá á ég að vera kominn með míkrafón í hönd og tala í hann svo að hljómi á hátalarakerfinu “Engar áhyggjur þeir eru bara kommar og dópistar”. Þegar ég er búinn að þessu á ég að hlaupa og aðstoða annan leikara baksviðs. Það varð þó svo á í einni sýningunni að ég gleymdi þessu milli skrefi með míkrófóninn og heyri ég svo “kjúið” mitt s.s. “Oh leikarar” og hljóp ég þá eins og eldibrandur svo að sviðstjöldin fóru af stað og ég hrinti mörgum leikurum frá mér í leiðinni án árangurs og varð að stoppa og öskra bara línuna inná sviðið. Það var gaman….

Endilega deiliði ef þið hafið svona sögur.