Jæja, ég fórá generalprufuna á Svörtum Ketti í gær þar sem ég tók leiklist sem valfag og þetta var tími sem við áttum að mæta í. Ég settist niðu og bjóst við melódrama á hæsta stigi en þetta leikrit kom mér bara mjög mikið á óvart. Það var með eindæmum fyndið enda ekta svona “minn” húmor í því. Mjög svartur húmor á köflum.

En já, þetta leikrit er um nokkrar manneskjur og ketti sem búa á Írlandi. Einn daginn fnnur Davey (leikinn af Góa) hann Tómas litla (kötturinn) dáinn á vegi og fer með hann heim til Donny sem er að passa hann. Þá verður Donny alveg hysteriskur því að þennan kött á enginn annar en Patrekur - PsychoPat(Ívar Örn) sonur hans og þessi köttur er búinn að vera eini vinur hans í fimtán ár. SVo Patti kemur hem til Inishmore og þá f allt að gerast.

Ég hvet ykkur til að fara og sjáþetta leikrit en það er alveg ótrúlega skemmtilegt og kemur vel á óvart.
Allir hlutir eru haldnir heimþrá til jarðarinnar og þess vegna falla þeir þangað þegar tækifæri gefst.