Er Shakespear ofmetinn?

Ég verð að segja að mér finnst ekki mikið til sumra leikrita Shakespears koma. Ég hef t.d. Tvo herramenn frá Verona í huga. Endirinn er asnalegur. Fáránlegur og mjög ótrúverðugur. Þetta er kjánalegt leikrit.

Auðvitað skrifaði Shakespear margt gott líka. En þá er það ekki allt hans efni. Ég hef t.d. í huga Rómeó og Júlíu. Hún er byggð á sögu úr Metamorphoses Óvidíusar. Nánar tiltekið sögunni um Pýramis og Thisbe.

Hvað segir fólkið - ber Shakespear höfuð og herðar yfir öll önnur leikritaskáld eða standast Æskýlos, Sófókles, Evrípídes, Racine, Ibsen og Strindberg samanburð?<br><br>__________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________