Þar sem að ég hef ekki nógu mikið að segja um þessa sýningu fyrir grein ákvað ég að gera bara kork :D

Ég fór semsagt í Þjóðleikhúsið um daginn, á stóra sviðið, á verk sem heitir Stórfengleg! Verkið fjallar um Florence Foster, þekkta söngkonu sem er aðallega fræg fyrir það að kunna ekki að syngja! Með aðalhlutverk fara Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Örn Árnason og Stefán Hallur Stefánsson. Önnur hlutverk leika Edda Arnljótsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Dóra Jóhannsdóttir.

Sýningunni sem um ræðir var SLÁTRAÐ af gagnrýnendum! Í Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og Blaðinu var svo illa talað um sýninguna að maður hafði sjaldan séð annað eins! Ég ákvað þó að skella mér á hana, bæði vegna þess að maður reynir að sjá eins mikið leikhús og maður getur nú til dags, og einfaldlega til þess að sjá Ólafíu “Lollu” Hrönn syngja illa og gera það ótrúlega vel! Lolla var langbest í sýningunni, enginn vafi þar á. Jú jú, allir hinir leikararnir stóðu sig með prýði en það breytir því ekki að Ólafía Hrönn er drottning gamanleiksins í íslensku leikhúsi! Hvernig henni tekst að gera hinar ómerkilegustu setningar fyndnar er alveg með ólíkindum og mikil snilld að fylgjast með! Ég tala nú ekki um hvað salurinn gargaði úr hlátri þegar hún byrjaði að syngja!
Jæja.. þá er ég búinn með jákvæða hlutann.. Þannig er nefninlega mál með vexti að fyrir utan snilldartakta Lollu var sýningin ekkert skemmtileg! Söguþráðurinn er mjög þunnur, það gerist afar lítið í sýningunni og tilraunir flestra (flestra!) annarra leikara til að vera fyndnir voru misheppnaðar!

Ég hef ekkert meira að segja um Stórfengleg!

***/*****

-gvendurf