Ég hef tekið eftir að hingað sækir mikið fólk sem hefur áhuga á því að koma sér að í kvikmyndum, leikhúsi eða sjónvarpi - en veit ekki hvernig það á að gera það.

Ég geri það hér með að tillögu minni að einhver tæknivæddari en ég sjálf komi upp heimasíðu þar sem áhugaleikarar á öllum aldri geta skráð sig ókeypis. Fólk gæti sent inn mynd eða myndband með sjálfum sér og ferilskrá. Þá gæti fólk tiltekið hvers konar verkefnum það hefði helst áhuga á.

Þegar slatti af fólki er búið að skrá sig er ekkert nema senda urlið á þá aðila sem gætu viljað nýta sér þjónustu áhugafólks: Félag kvikmyndagerðarmanna, leikhúsin, Félag leikstjóra, sjónvarpsstöðvarnar, auglýsingastofurnar o.s.frv. Þá vita þessir aðilar allavega af þessari óformlegu umboðs-síðu.

Hver ætlar að taka þetta að sér? :-)