Í dag ákvað skólinn minn (ME) allt í einu að allir ættu að fara á leikrit. Þar sem ég hef ekki komist í leikhús síðan í vor var ég mjög ánægð, þótt sumir hafi ekki nennt þessu. Okkur var ekkert sagt hvaða leikrit, við bara áttum að mæta í íþróttahúsið. Þegar þangað var komið var búið að setja upp sviðsmyndin í öðrum endanum.

Það fyrsta sem ég tók eftir var að sviðsmyndin var mjög spes, í skrítnum litum og svona. Svo byrjaði leikritið, einhver undarleg tónlist og svo leikararnir, sem voru þrír, að dansa einhvern undarlegan dans. Leikritið fjallaði svo um Emmu, sem hafði misst mömmu sína og var að reyna að hefna sín á kærustu pabba síns. Þetta var mjög spes og mjög flott leikrit. Allir búningar og bara eiginlega allt leikritið var mjög skrítið. Þetta var eiginlega aðallega fyndið, enda voru persónurnar mjög skrautlegar.

Eftir leikritið fengum við leikskrár og þá komst ég að því að þetta var Stoppleikhópurinn með leikritið Emma og Ófeigur. Stoppleikhópurinn er 10 ára og þetta er hátíðarsýningin.

Ég býst við því að þau séu að fara um landið, fyrst þau voru hér á Egilsstöðum. Ef þið sjáið eitthvað um þetta mæli ég sterklega með þessu því þetta var alveg frábær sýning.



Fyrirgefið ef þetta var illa skrifað hjá mér. Mér finnst erfitt að lýsa einhverju svona í orðum. En ég vona að þetta hafi komist til skila ;)