Langaði að skjóta að ykkur elskunum spurningu.

Hvort fíliði ykkur betur á sviðinu eða baksviðs?
Og að gera þá hvað nákvæmlega?

Ég er meiri á-sviðinu-týpan, þó ég vilji helst alltaf gera allt. Þegar ég var yngri og ég, systir mín og frænka mín vorum í sveitinni ákváðum við að setja upp sýningu. Ég skrifaði handritið, setti í hlutverk [þar með talin mig í þrjú aðalhlutverk og þær í eitt hlutverk hvor], fann búninga, leikmuni, bjó til leikskrá, leikstýrði og kynnti leikritið. Frekjan.

En já, hvort eruði frekar fyrir?
-Tinna