Ég fór á þennan söngleik í London. Það var svo fallegur söngleikur að maður var annaðhvort hágrenjandi eða alveg orðlaus. Vinkona mín sem var með mér fór að gráta. Þetta leikrit hafur allt: góðan húmor, sorg og fleira.

Leikritið er um einstæða fátæka konu sem fæðir tvíburabræður en hefur ekki efni á að halda þeim báðum. Þannig að hún selur einn þeirra og þeir lifa mjög mismunandi lífi, semsagt annar lifir hjá fátæku fólki en hinn hjá ríku fólki. En þeir máttu aldrei vita að þeir væru tvíburabræður því þá myndu þeir báðir deyja. En þeim er ætlað að hittast aftur sem vinir og óvinir.Þess má geta að einhver gaur í hljómsveitinni Blue leikur einn tvíburabróðurinn.

Þeir sem eru að fara til London verða að sjá þennan söngleik og ef einhver hér hefur séð söngleikinn væri gaman að heyra hvernig honum/henni fannst.