Ég var að koma af sýningu Leikfélags Akureyrar í Íslensku Óperunni, Litlu Hryllingsbúðinni..
Hún var ótrúlega skemmtileg og ekki hafði ég búist við svona skemmtilegri sýningu þegar ég gekk inn.. Reyndar standa Jói og Gói alltaf fyrir sínu svo ég var viss um að þeir væru snilld. Ég hafði heyrt einhver lög úr sýningunni og leist ekkert brjálæðislega vel á.. þetta var allt öðruvísi en gamla góða útgáfan, sum lög voru mun hraðari, sum lög sem eiga bara að vera hæg finnst mér.. Ókosturinn við sýninguna sem ég fór á var sá að hún var klukkan þrjú um dag! Það var allt fullt af krökkum þarna á þessarri nett scary sýningu!! Salurinn var líka afskaplega slakur og þurfti ég oftar en einu sinni að starta klappinu eftir lögin (ég er EKKI vanur að gera það!)
En nóg af gagnrýni á áhorfendur! Leikararnir stóðu sig allir með prýði að mér fannst en ólíkt öllum dómum sem ég hef lesið um sýninguna fannst mér Andrea Gylfa sem plantan síst í allri sýningunni! Ég veit ekki hvort Bubbi er bara fastur í hausnum á mér sem Auður II eða hvað.. ég var bara ekki að fíla hana í þessu hlutverki..
Öll leikmynd og búningar svo ekki sé talað um plöntuna sjálfa fær fullt hús stiga hjá mér! Rosalega skemmtileg stemmning sem myndaðist þarna.. :)
En allavegana… 4 og hálf stjarna af fimm! Allir að skella sér á Litlu Hryllingsbúðina (þ.e.a.s þeir sem búa í Reykjavík.. ;))

-gvendurf