Ég fór á Martröð á Jólanótt frumsýninguna 30. desember.
Ekki taka þessu illa, en mér fannst þetta vera alveg hræðilegt miðað við myndina. Allt of barnalegt, þeir breyttu t.d. ímynd Jack Skellingtons í skapstyggan brjálæðing sem hann var ekki, og fannst mér Dr. Finklestein ekki nógu flottur. Þeir breyttu líka Lock, Shock og Barrell í hálfgerð börn (þó þeir séu börn, en það var bara aðeins og barnalegt, voru alltaf að fíflast og var röddin í stelpunni skrækjótt, pirrandi og fer vont í eyrun, auk þess að barnaskapurinn hætti ekki. svo breyttist einn þeirra í hálfvita). Svo var hljóðkerfið ekkert alveg að virka, og þegar Jack átti að vera fljúgandi á sleða, þá var því breytt í spýtu sem var búið að líma á eitthvað sem líktist sleða, pínulítið út í horni. ekki nóg með það þá var þýðingin á einum textanum alveg út í hött, Making Christmas varð að Gerum Jólin, sem hefði auðsjáanlega átt að verða Höldum Jólin. Svo þegar “Sally's Song” var sungið heyrðist ekkert í þeim sem var að syngja. Bæjarstjórinn átti að vera lítill og feitur og Jólasveinninn var alltof grindhoraður.
Allt of barnalegt og alls ekki eins ógnvekjandi og það hefðu átt að vera.
Ég gef leikritinu 2 stjörnur, aðalega fyrir tónlistina og líka litlu brandarana.
En þetta er bara mín skoðun…