Rokkóperan !Hero Langaði til að benda ykkur á frábæra Rokkóperu sem er verið að sýna í Loftkastalanum þessa dagana.
Sýningin skartar landsþekktum söngvurum og tónlistarmönnum í aðalhlutverkum í bland við upprennandi stjörnur framtíðarinnar. Aðalhlutverk eru 9 og auk þess eru 16 dansarar og 20 manna kór. Meðal flytjenda má nefna Svenna Þór úr Luxor, Dabba T, Poetrix, Eirík Hilmar Rafnsson, Þorleif Einarsson, Maríu Magnúsdóttur, Ingunni Huld Sævarsdóttur, Sigga Ingimars og fleiri.

Mikill metnaður er lagður í að öll umgjörð sýningarinnar verði sem glæsilegust. Fagfólk á hverju sviði fyrir sig starfar á bakvið tjöldin við leikmynd, búninga, förðun, tæknimál og fl.

!Hero er ólíkur hinum hefðbundnu söngleikjum að mörgu leiti. Tónlistarflóran í verkinu er gríðarleg og spannar allt frá rokki og rappi yfir í popp og fallegar melódíur. En !HERO er ekki bara stórfengleg tónlistarveisla, sagan sem lifnar við á sviðinu í gegnum leik, söng og dans gerir þetta að einstæðri leikhúsupplifun sem á engann sinn líka í heimi þeirra söngleikja sem þú hefur áður séð.

!Hero heillar frá fyrstu mínútu. Tónlistin, sagan og boðskapurinn er sett fram á kröftugan og einlægan hátt. Sýningin kallar á viðbrögð áhorfenda við því sem er að gerast á sviðinu. Þetta er nútímaleg sýning full af lífi, dönsum og grípandi tónlist…allir geta fundið sitt uppáhaldslag þar sem fjölbreytileikinn er mikill. Atburðarásin er hröð og alltaf eitthvað í gangi á sviðinu.

Á heimasíðu !Hero www.hero.is stendur:

Hvað ef hann hefði fæðst í Betlehem
- í Pennsylvaníu?

Rokkóperan !HERO eftir Eddie DeGarmo og Bob Farrell gerist í New York borg nútímans í heimi þar sem Jesús hefur aldrei lifað. Stjórn heimsins er í höndum ICON (alþjóðlegt ríkjabandalag). Nánast öllum trúarbrögðum hefur verið ýtt til hliðar, en þó er eitt samkunduhús í Brooklyn.

Þarna elst Hero upp og fer að prédika fyrir borgarbúum að elska óvini sína og boðar nýtt líf sem er ekki af þessum heimi. Yfirmenn ICON sjá þetta og leggja á ráðin um að losa sig við Hero í eitt skipti fyrir öll.

En hann var fæddur til að boða sannleikann, sama hvað
það kostaði. Hann var það sem yfirvöldin óttuðust mest
- hetja fólksins!


Það er KFUM og KFUK sem stendur á bak við þessa uppsetningu. Þetta er mögnuð sýning sem enginn má láta fram hjá sér fara.

Síðustu sýningar eru næstu helgi 14. og 15. mars kl 17 í loftkastalanum. Miðasala á www.midi.is