Trivia nr. 3 - Úrslit Jæja, betra er seint en aldrei.

1. Leikfélag Akureyrar leitaði nú í vor að ungum börnum til að leika í fyrstu uppfærslu næsta leikárs. Spurt er, hvaða leikrit er þetta, og hvað er óvenjulegt við það? (2) Óvitarnir, það sem er óvenjulegt við þetta verk er að börn leika fullorðna og öfugt.
2. Hvaða hljómsveit samdi tónlistina fyrir söngleikinn Leg og hversu margir eru meðlimir hennar? (2) Tríóið Flís. Í tríói eru jú 3.
3. Söngleikurinn Grettir er nú sýndur á stóra sviði Borgarleikhússins. Hver leikstýrði verkinu? (2) Rúnar Freyr Gíslason
4. Í hvaða verki kemur fréttablaðið „Fjölmiðinn“ út? (1) Lífið-Notkunarreglur
5. Hver er þetta? [myndin] (2) Astrid Lindgren

Bónusspurning: Auglýsingin fyrir einleikinn „Pabbinn“ er skuggalega lík auglýsingu fyrir ___________? (1) Þetta mun vera Bleyjuauglýsing.
Dala var sú eina sem var með þetta rétt.

Úrslitin voru þannig:

gvendurf 8 stig
Brigton 6 stig
dala 5 stig
Majbritt 5 stig
kvissi 2 stig

En þá að alvöru málsins. Þannig er mál með vexti að þáttakan hefur ekki verið neitt súper og ég haft tiltölulega lítinn tíma. Þannig að ég ætla að stinga upp á nýju fyrirkomulagi; sigurvegari hverrar triviu gerir næstu triviu. Endilega segið hvað ykkur finnst um þetta.
Þangað til niðurstaða fæst er trivian komin í sumarfrí, aftur… :)