Killer Joe Killer Joe
Borgarleikhúsið, Litla svið

Já, ég fór á þessa sýningu fyrir alllöngu síðan. Hún er víst komin í pásu núna sökum barneignar einnar leikkonunnar (Unnar Aspar) (vá.. þarna reyndi á fallbeyginguna).
Sýningin fjallar um strák sem er í ruglinu og vantar pening og plottar ásamt pabba sínum að drepa móður sína. (þau eru sko skilin(sko pabbinn og mamman, ekki sonurinn og mamman..)) Þeir ráða til verksins leigumorðingja og jú! þið giskuðuð rétt, hann heitir Joe. Annars ætla ég ekkert að tala neitt meira um framvindu sögunnar til þess að skemma ekkert fyrir ykkur. En ég get sagt ykkar að á ákveðnum stað í sýningunni fáið þið að sjá KFC-tott-nauðgunar-senu! Mér fannst það töff.

Leikararnir í Killer Joe eru þau Þröstur Leó Gunnarsson, Björn Thors, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Allir stóðu sig með prýði og ekkert að setja út á leikinn, enda væri það ansi plebbalegt af 17 ára, ófaglærðum hugara að fara að gagnrýna leikhæfileika atvinnuleikara…
Jájá, leikarar stóðu sig tussuvel, leikmyndin var massív, ljósin góð, hljóðið mjög gott (það komu lög í senuskiptingum.. góð lög :)) og bara allt allt allt gott! Nema veðrið úti.. það var rigning.
Sjitt ég er farinn að tala um veðrið.

Killer Joe:
****/*****