Komiði sæl! :D

Ég fór á forsýningu á Gretti í gær og ákvað aðeins að lífga upp á þetta yndislega áhugamál okkar og segja frá upplifun minni á þessari sýningu og hvernig mér fannst hún :)

Ég og fjölskyldan mín vorum reyndar mjög sein og okkur létti mjög þegar við komust í góðu sætin okkar í Borgarleikhúsinu og getað slakað á. Svo voru tjöldin dregin frá og sýningin byrjaði.

Hún byrjaði strax mjög skemmtilega, strax mikill söngur og dans, og það er eiginlega það sem Grettir snýst um enda söngleikur.

Leiksýningin tvinnar saman á skemmtilegan hátt sögunna af Gretti sem flestir þekkja úr íslendingasögunum og nútíma útgáfu af honum Gretti Ásmundasyni. Lögin í sýningunni eru æðisleg, þau eru mjög skemmtileg og laglínurnar eru mjög grípandi. Það er líka mjög gaman að horfa á þetta, flottir dansar og það var augljóst að það hefur mikið verið lagt í sýninguna til að gera þetta sem best fyrir augað.Semsagt eins flottast og hægt er, og það hefur tekist. Lýsingin var mjög góð og búningarnir líka. Svo ekki sé minnst á leikinn.

Halldór Gylfason stendur sig mjög vel í hlutverki Grettist og að mínu mati kemur hann persónunni Gretti mjög vel til skila. Einnig er þetta einstaklega erfitt hlutverk og var forsýningunni frestað um mánuð vegna bakmeiðsla Halldórs. Eftir að hafa séð þessa sýningu skildi ég mjög vel afhverju hann hafi slasast. Etir allar þessar æfingar og hopp út um allt. Þó var ekki að sjá að hann hefði verið slasaður því hann stóð sig mjög vel.

Hinir leikararnir stóðu sig einnig mjög vel en þó verð ég að setja út á það að það heyrðist ekki alltaf í þeim, og stundu komu truflanir í hátalarana sem voru fastir við þá, en reyndar er það ekkert skrýtið, og kanksi ekki hægt að komast hjá því, þar sem flestir voru mjög oft á hreyfingu.

Ég verð þó að segja að uppáhaldspersónan mín og lang fyndnasta sé Tarzan, já, ég sagði Tarzan, sem Bergur Þór Ingólfsson fer með á kostum. Ég hreinlega skellihló í hvert skipti sem að Tarzan birtist á sviðið. Bergur er einstaklega fyndinn og hann er mjög góður leikari. Ég hefði reyndar viljað sjá meira af honum og bara sér leikrit um þennan bráðskemmtilega og fyndna karakter, með Berg í aðalhlutverki.

Tæknibrellunar voru líka rosalega flottar, og þegar draugurinn Glámur hvar gjörsamlega ofan í gólfið starði ég mjög lengi á staðin sem hann hvarf. Svo hef ég og bróðir minn verið að rífast um það hvort að Halldór hafi í raun og veru þambað 2 lítra kók eða hvort þetta hafi verið brella. Hver veit? Það er allt hægt í leikhúsi.

Í stuttu máli var þessi söngleikur í heildina mjög vel heppnaður og skemmtilegur í alla staði. Eina það sem ég hef að setja út á er hljóðið á köflum því stundum heyrði ég ekki neitt þrátt fyrir að hafa setið á 6. bekk. Einnig fannst mér slæmt að dulafulli draugurinn Glámur, sem mér fannst vera mjög flottur, í svörtum íþróttaskóm með rauðu íþróttamerki. Skemmti svolítið ímyndina að hafa hann í svona íþróttaskóm með rauðu merki á, en kanski er ég bara smámunasöm :)

Grettir er aðalega bara skemmtun en þó skilur hún eftir sig boðskap.Söngleikurinn hentar líka fyrir alla aldurshópa og ég sá fólk á öllum aldri á þennan bráðskemmtilega söngleik.

Nú er bara að skella sér á Gretti og gá hvort þið séuð sammála mér! :)
An eye for an eye makes the whole world blind