Ég vil byrja á því að biðjast velvirðingar á því hve seint þetta kemur, einfaldlega tímaskortur. Þátttakan var þó mun betri nú en í fyrstu Triviunni.
Hér koma úrslitin:

gvendurf: 17 stig
Brigton: 18 stig
dala: 15 stig
HermodurHilarius: 9 stig
Stjarna4: 7 stig
Shadowmaker: 20 stig
glamrocker: 16 stig
Majbritt: 16 stig

1. Eftir hvern er leikritið Blái Hnötturinn? (1) Andra Snæ Magnússon.

2. „Ekki gera eins og mamma þín segir þér! Ekki gera eins og mamma þín segir þér!“ Úr hvaða leikriti er þetta er hver er höfudur þess? (2) Þetta eru að sjálfsögðu þeir bræður Karíus og Baktus og höfundurinn er Thorbjörn Egner.

3. „Í hinum hárabeitta og meinfyndna gamanleik um hinn unga myndlistarnema, ______________, skyggnumst við á bak við aðdraganda helfararinnar í spéspegli“ Sýningin sem hér er talað um var sýnd í Borgarleikhúsinu fyrr í vetur. Hvaða nafn vantar á línuna og hvaða sýning er þetta? (2) Þetta mun vera Adolf Hitler og leikritið er þá að sjálfsögðu Mein Kampf.

4. Úr hvaða verki er meðfylgjandi mynd, og eftir hvern er það? [myndin](2) Þetta er Hamlet sjálfur, úr Hamlet eftir Shakespear.

5. Hver leikur James Bond í nýjustu myndinni um hann, Casino Royale? (1) Þessi var meira svona „auka“, en það er Daniel Craig sem lék Bond.

6. Hver leikstýrir uppfærslu Borgareikhússins á Ronju Ræningjadóttur? (1) Sigrún Edda Björnsdóttir.

7. Nefnið fjögur af dýrunum í Hálsaskógi og tilgreinið hvernig dýr persónurnar eru.(5) Ég held að það hafi verið flest ef ekki öll dýrin sem komu fram. Ég var hins vegar mjög strangur þar sem þetta var frekar létt spurning og vildi fá nákvæm svör. T.d. gaf ég ekki rétt fyrir Rebbi, heldur aðeins Mikki eða Mikki refur.

8. Af hvaða leikara er þessi skopteikning? [myndin] Laddi, hver annar.

9. Hver leikstýrði kvikmyndinni „Mýrin“? (2) Baltasar Kormákur. Og gerði það með mikilli sæmd!

10. Hver lék öll hlutverkin í „Ævintýri“ sem sýnt var í Stundinni okkar á RÚV? (2) Halldór Gylfason.

Þannig var nú það. Staðan eftir tvær Triviur er þá svona:

Brigton: 28 stig
gvendurf: 23 stig
Shadowmaker: 20 stig
dala: 18,5 stig
glamrocker: 16 stig
Majbritt: 16 stig
HermodurHilarius: 9 stig
Stjarna4: 7 stig
KolbrunS: 6,5 stig

Það er ennþá ekki komið á hreint hvenær næsta kemur. Vonandi í páskafríinu. Fylgist bara vel með ;)