Félagsfundur Leikfélags Kópavogs Núna á morgun þriðjudag 24. okt. verður félagsfundur í Hjáleigunni og verður þar kynnt dagskrá vetrarinns.

Á matseðlinum er meðal annars:

Næsta leikrit kynnt
Leikstjórinn kemur og kynnir næsta leikrit sem að á að setja upp í LK. Leikstjórinn heitir Guðjón Þorsteinn Pálmason, Denni, sem að er leikfélaginu vel kunnugur.

Stuttverkadagskrá LK
Til stendur að setja upp stuttverkadagskrá þann 17. Nóvember og þeir sem að eiga einþáttunga eða stuttverk á lager geta komið með þau í nokkrum eintökum til að hægt sé að lesa þau á fundinum.

LÓGÓ samkeppni
Haldin verður opin samkeppni um nýtt lógo fyrir Leikfélag Kópavogs. Samkeppnin verður kynnt frekar á fundinum

Spennandi tímar framundan
einnig mun verða kynnt annað sem að er á döfinni á þessu leikári.

Ég hvet alla sem hafa áhuga á starfi Leikfélags Kópavogs að mæta.