Ljósanámskeið fyrir leikhús á selfossi Leikfélag Selfoss býður upp á ljósanámskeið helgina 21. og 22. október

Kennari verður Benedikt Axelsson. Hann hefur verið atvinnuljósamaður í fjölda ára hjá stóru atvinnuleikhúsunum og undanfarin ár hjá Íslenska dansflokknum auk þess sem hann hefur unnið með nokkrum áhugaleikfélögum.

Um er að ræða tvískipt námskeið.
Laugardagurinn verður fyrir alla er koma á einhvern hátt nálægt vinnu í leikhúsinu; leikarar, leikstjórar, tæknimenn, leikmyndahönnuðir, förðunardömur, búningahönnuðir, stjórnir leikfélaga o.fl.
Þessi hluti er mjög almenns eðlis um ljósavinnuna og fjallar um hluti eins og: Hvað er ljós, hvert er eðli ljóss, hvað getum við gert með ljósum og hvað ekki, leikarinn og ljósið, leikstjórinn og ljósið, hvernig geta ljós hjálpað leikaranum eða atriðinu, samspil ljóss og leikmyndar, litir og áferð, búningar og svo örlítið um litafræði ljóss, tæki og búnað.

Kennslan verður aðallega í fyrirlestrarformi en einnig verður sýnikennsla með. Þessi dagur kostar 5.000 kr.

Sunnudagurinn verður aðallega fyrir þá sem hyggjast vinna með lýsingu í leikhúsi og þá verður farið mun dýpra í tæknilegu hliðina.
Farið verður í gegnum tækjabúnað, hvernig tæknibúnaður er settur upp og tengdur, hvernig ljós eru lituð og stillt, vinnuferli við ljósahönnun og keyrslu sýningar, farið yfir vinnureglur, farið í gegnum öryggismál og rafmagnsreglugerðir, ljósateikningar og farið yfir ýmis vandamál sem að koma yfirleitt upp.
Kennslan verður aðallega verkleg í þessum hluta. Þessi dagur kostar 6.000 kr.

Hvor dagur fyrir sig eru 4-5 tímar. Öll kennslugögn fylgja með á námskeiðinu. Samtals kosta báðir dagarnir 11.000 kr. Kennt verður í Leikhúsinu á Selfossi.
Námskeiðið er upplagt er fyrir leikfélög til að skapa sér nýja kynslóð ljósamanna sem og þjálfa þá sem fyrir eru, auk þess að kynna ljósavinnuna fyrir öllu leikhúsfólkinu. Öllum er velkomið að sækja námskeiðið.

Ekki er nauðsinlegt að vera í leikfélagi til að taka þátt í námskeiðinu, einnig er ekki nauðsinlegt að taka báða dagana.

Skráning og upplýsingar eru í síma 8480963 (Elli) og í netfang donellione@gmail.com