Mér datt svona í hug að skrifa um mína fyrstu “alvöru” leikreynslu, leikritið Dans. Þrátt fyrir að hafa leikið í mörgum smáleikritum þegar ég var eitthvað um 8-12 ára þá tel ég þetta vera svona fyrstu “alvöru”.
Árið sem ég var í 8 bekk, eða í fyrravor fékk mamma mín tölvupóst frá skólanum um leiklistarnámskeið sem Kópavogsbær bauð uppá.
Þar sem mér finnst rosalega gaman að leiklist og hef alltaf haft, ákvað ég að skella mér á eitt svona námskeið. Við vorum fyrst ekkert það mörg og kennarinn okkar og leikstjóri heitir Hrund Ólafsdóttir.
Fyrsu tímarnir voru í raun ekkert það skemmtilegir, bara svona venjulega rútínan, nafnaleikir, kynnast hvort öðru og eitthvað þannig. Svo hafðist gamanið, við fórum í spunaleiki og fullt af svona æfingum sem ýmist voru skemmtilegar eða leiðinlegar.
Út af veikindum og ýmsu öðru hjá leikstjóranum seinkaði handritinu um held ég 2 mánuði…..

En fyrsta mánuðinn vorum við alltaf að finna efni í leikritið, eins og hvað við vildum fjalla um og svo lét hún okkur í foreldrahlutverk og unglinga og margt fleira. Aðalefnið var ákveðið, unglingar…..ákaflega skemmtilegt viðfangsefni…..

Svo var komið með fyrstu kaflana og og byrjað að ákveða í hlutverk…..Sum hlutverkin var hún fyrirfram búin að ákveða en hin lét hún alltaf mismunandi leikara prófa hlutverkin og svoleiðis.

Leikritið fjallaði í grófum dráttum um stelpuna Hildigunni, sem í byrjun leikritisins var að byrja í 8 bekk. Hún átti 4 bestu vinkonur, sem hétu Sigga, Lilja, Lára og Diljá. Sigga var hæper týpan, Lilja var fullkomna týpan, Lára var eftirhermutýpan og Diljá var svarti sauðurinn í hópnum, þ.e.a.s. reykti og drakk og svonna. Svo var Hildigunnur sú óákveðna…..
Þær lentu saman í ýmsu í leikritinu eins og að kynnast nýjum krökkum og strákum og var einnig fjallað um foreldra Siggu og Hildigunnar. Foreldrar Siggu voru alltaf full…..eða að rífast þegar þau voru ekki full…..(Og ég var sú heppna að hljóta mömmu hlutverkið;)) Svo voru foreldrar Hildigunnar sem vildu alltaf það besta fyrir dóttur sína.
Einnig lék ég vinkonu Siggu, hana Magdalenu sem var afskaplega hjartahrein, einlæg, en frekar skrýtin stelpa.( Ég bjó hana til í einum spuna og þess vegna var heimtað að ég myndi leika hana, Magdalena var eiginlega uppáhaldspersóna allra hinna leikarana :P)
Svo er leiktritið um þessar 5 stelpur á milli 8 bekkjar og 10 bekkjar….Alltaf nýir strákar og ástarsorg og partý og stuð!
Svo kemur að því að það er haldin veisla….og þar lendir Hildigunnur í því að fullur trúbardor reynir að nauðga henni en “kemst ekki inn”. Hún lenti í áfalli og fer að reykja og drekka og lendir í rugli…..Svo áttar hún sig og ákveður að fara í MA ásamt Siggu, sem var að flýja foreldra sína.

Þetta var voðalega skemmtilegt leikrit…samt frekar alvarlegt stundum en engu að síður gaman að leika í því……
Það var svo mikil samhledni í hópnum og svo gaman að vera með honum að maður saknar þeirra upp fyrir haus núna…..
Svo var líka svo fyndið að á Generalprufunni mistókst gjörsamlega ALLT! og allir voru í panic um að leikritið væri eki fullæft og svona…svo var frumsýning daginn eftir……
En það gekk svo vel á frumsýningunni, geggjuð stemning og stuð, og fólkið hló og hló…..Miklu betra en allir bjuggust við!
En síðan var haldin veisla eftir með pizzum og fólkinu í félaginu sem meðal annars hjálpaði til við sýninguna…..Rosalega skemmtilegt fólk!
Svo voru haldnar 2 dýningar eftir það með troðfullum sal.

En þetta var alveg æðisleg reynsla og geggjað skemmtilegt að leika í þessu leikriti.

Svo að þurfa leika 4 mismundandi hlutverk er ákaflega krefjandi og alltaf verið að hlaupa á milli að skipta um búinga og tilheyrandi, þau hlutverk sem ég lék voru Magdalena = vinkona Siggu, Móðir Siggu (Maríu), Fulla stelpu niður í bæ og lenti í slagsmálum :P, og svo að lokum, spænka gellu sem var kona trúbadorsins sem misnotaði aðalpersónuna……..

Þetta var rosalega gaman og opnaði mig mikið fyrir öðru fólki og að kynnast nýju fólki og svoleiðis ;)
Ég fer pottþétt aftur á svona námskeið!