Allt saman vitleysa, Snjólfur! - Lopi Mér datt í hug, svona fyrst að hún Brigthton vildi fá að greinar, að ég myndi senda eitthvað inn. Og ég ætla að skrifa um fyrstu reynsluna mína sem þátttakandi í leikhóp.

Þegar ég byrjaði í 8.bekk skráði ég mig í Leikhópinn Lopa, sem er leikhópur sem starfar í einum af grunnskólunum þar sem ég bý.

Fyrsti fundurinn kom, og þar ræddi leikstjórinn við okkur, og svona. Þetta týpíska bara. Svo kom að því á einum fundinum að velja leikrit, og valið var að lokum “Þetta er allt saman vitleysa, Snjólfur” eftir Guðjón Sigvaldason. Og auðvitað fóru fyrstu fundirnir fram með því að lesa og skrifa niður á blað 3 persónur sem við vildum helst leika. Ég valdi sjálf 3 persónur sem voru ekkert mikið inná sviðinu, en voru samt sem áður, að mínu mati, áhugaverðar.

En svo kom að þeim degi sem við fengum að vita hvað við myndum gera, og flestir ánægðir, þótt að sumir hverir voru óánægðir en það er bara einsog gengur og gerist. Ég hinsvegar fékk ekki neina persónu sem ég valdi um, ég fékk persónu sem var eitt af stóru hlutverkunum, Ljóskuna Lindu.

Mér fannst það frekar krefjandi, svona þar sem ég hafði aldrei tekið þátt í svona og fékk samt að vera ágætlega mikið inná sviðinu, með einhverja persónu sem maður þurfti svolítið að leggja sig fram í að leika.

Leikritið gerist aðalega í skólanum. Og það snýst aðalega um strák, hann heitir Snjólfur, sem kemur frá Englandi og era ð byrja nýr í skólanum, og klæðir sig öðruvísi en hinir og hagar sér svolítið öðruvísi en hinir, enda ekkert skrítið þar sem hann var að koma frá öðru landi og ‘tískubylgjan’ ekki eins. En já, Snjólfur verður semsagt hrifinn af einni stelpunni þarna, Anítu, og hún líka af honum. En þið þekkið sum alveg hvernig þetta er, þið verðið hrifin af einhverjum og útaf því öllum öðrum finnst hann hallærislegur þá segjiði ekkert og gerið ekkert í málunum. Endar þannig að Snjólfur breytir sér til að ná sér í draumastúlkuna.

Þetta er samt alveg bráðsniðugt leikrit, sem fjallar um ástina, vímuefni, samskipti kynjanna, sinskap, unglingsárin og fullt meira. Mikið af söng í þessu leikriti og skemmtileg heit.

Ég gleymi því ekki þegar ég gekk fyrst á sviðið. Guð, hvað ég var stressuð að bíða eftir því að komast inná.

“Gleymi ég setningum?”
”Dett ég?”

Þess háttar hugsanir komu fyrst uppí hugann. En síðan að ganga inná sviðið og negla persónuna alveg og allt að ganga svo vel.. Ég var svo ánægð eftir leikritið, svo ótrúlega ánægð með útkommuna. Mikið hlegið og mikið klappað. Enda fengum við mikið lof og hrós fyrir þessa sýningu!



-Gothia