Það var fyrir árshátíðina okkar, að allir í 8.-10. bekk sem höfðu áhuga á að setja upp leikrit fyrir árshátíðina okkar hittust á salnum í (fyrrverandi) skólanum mínum, ásamt leikstjóra. Það voru miklar umræður um það hvað skyldi setja upp og komu margar hugmyndir upp; Konungur Ljónanna, Karamellukvörnin og Grease svo að dæmi séu nefnd. Besta hugmyndin að flestra mati var þó Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner.

Þá hófst þó nokkur bið eftir handritinu, en á meðan hittumst við reglulega, leikarar, búningastelpurnar, förðunarstelpurnar, sviðsmenn, hljóðmenn og sv.frv., og gerðum söng, fókus leikæfingar. Handritið kom svo loksins eftir 2 vikna bið að mig minnir. Þá hófust áheyrnarprufur þar sem við þurftum að syngja fyrir leiksjórann og aðstoðarleikstjórann. Þessu fylgdi mikið stress hjá mörgum, þar á meðal mér.

Eftir prufurnar settumst við niður og horfðum á uppfærslu þjóðleikhússins á leikritinu á meðan raðað var í hlutverk. Þar sem við vorum of mörg var einu hlutverki bætt við, merðinum ógurlega. Hlutverkin voru svo loksins tilkynnt og eins og alltaf ekki allir ánægðir, því miður. Sjálfur fékk ég hlutverk Mikka refs og var hæstánægður.

Þá var komið að stífum æfingum, sem byrjuðu reyndar ekkert allt of vel. Það var eins fólk væri ekki að taka þetta nógu alvarlega og var mikið skrópað. Næst þegar allir voru mættir hélt leikstjórinn mikla , og greinilega áhrifamikla ræðu um mætingu og eftir það mættu flestir. Við byrjuðum á því að æfa stakar senur og sungum ekkert til að byrja með. Við skemmtum okkur konunglega og persónulega fannst mér við vera mjög frumleg. En þá kom að áfallinu. Leikararnir fóru að veikjast, ég segi nánast hver af öðrum, og tafði það æfingar nokkuð. En sem betur fer var það ekkert meira en flensa sem gekk yfir á einni viku, og vorum við öll komin saman 2 vikum fyrir frumsýningu. En ennþá elti ógæfan okkur. Húsamúsin var orðin veik og treysti sér ekki til að vera með og stökk aðstoðarleikstjórinn í hennar hlutverk, og gerði það bara nokkuð vel.

Þá fengum við algjöran píanósnilling til þess að spila undirspilið inná disk fyrir okkur, og það má alveg taka það fram að hann var ekki með neinar nótur. Lögin voru sungin einu sinni fyrir hann og hann spilaði þau. Svo var komið að fyrst söngæfingu. Þvílíkt stress. Flest okkar bara sungið heima í sturtu og áttum erftitt með að syngja fyrir framan meðleikara okkar. Ofan á það bættist svo raddleysi hjá einhverjum eftir veikidi. Allt saman reddaðist þetta nú samt sem betur fer tæpri viku fyrir frumsýningu. Dagana fyrir hana voru bara rennsli sem gengu flest öll vel. Daginn fyrir var svo generalprufa, og þá vorum við máluð i fyrsta skiptið. Generallinn gekk vel að öllu leyti, nema hvað að gítarinn hans Lilla brotnaði þegar hann lamdi Mikka með honum. Því var reddað með límbandi.

Og þá var komið að frumsýningardegi. Við fengum frí mest allann daginn og æfðum hópsöng og svo einstaklingssöng. Keyptum “piparkökur”, suðum egg og löggðum lokahönd á leikmuni. Svo var slakað á þangað til einum og hálftíma fyrir sýningu, þá hófst stressið aftur. Frumsýningin gekk bara vel að mest öllu leyti. Við sýndum tvisvar þann daginn og svo tvisvar daginn eftir. Við fengum mikið hrós eftir hverja sýningu. Síðasta sýningin var allra skemmtilegust. Þá “flippuðum” við smá og stríddum mótleikurum okkar og var lang mest hlegið á þeirri sýningu. Það er líka skemmtilegt að segja frá því að á einni sýningunni fór rafmagnið af og var mikið hlegið að því.

Það var gífurleg gleði þegar þeirri sýningu var lokið og gaf skólatjórinn okkur leyfi til þess að sýna fyrir leikskóla á skólatíma, og hækkaði leikstjóralaunin. Við sýndum fyrir nokkra leikskóla og fyrir peningin sem við fengum fyrir þær sýningar fórum við út að borða og skemmtum okkur saman.

Þessi sýning var skemmtileg reynsla og á eftir að vera í mínum minnum, og vonandi fleirra, í mörg ár og ljóst að í þessum hópi voru nokkrir af framtíðar leikurum Íslands.