Ég er engin snillingur um þessi mál og því ætla ég að leggja fram nokkrar spurningar.

Ég geri mér fulla grein fyrir gæðamun á XM1/XM2 og XH A1 en ég er að spá í fyrir leikmann eins og mig sem langar til þess að byrja að taka upp í svona semi-pro gæðum sem er hugsað fyrir youtube og google video hvort notaðar myndavélar eins og Canon XM1 og XM2 séu ekki alveg nóg?

Mikið af efninu verður tekið upp utandyra og þeir sem eru íslenskir vita mæta vel að á veturna eru ljósaskilirði slæm fyrir upptökur nema úr broti af degi. Ég sé ekki fyrir mér að vera hlaupandi um með fullt af mannskap með ljóskastara hingað og þangað svo það sjáist eitthvað hvað er í gangi.

Ég var fyrir mörgum árum sem leikmaður og var að taka upp tónlistarmyndbönd og ýmislegt annað, þá með vélar sem hafa ekki tærnar þar sem hælarnir á XM1 og XM2 eru, og man mæta vel hvað það var erfitt að taka upp utandyra þegar það fór að rökkva.

Ég get vel ímyndað mér að splæsa í XM1 og/eða XM2 en á pínu lítið erfitt með að réttlæta XH A1 strax, amk á meðan ég er ekki byrjaður á þessu af fullum krafti (þið vitið hvað gerist svo oft, maður byrjar að fullum krafti en svo deyja sumir hlutir hratt út á meðan aðrir lifa og blómstra).

Er vitleysa að byrja á vélum eins og XM1 og XM2 og fá sér svo fullkomnari vél seinna meir ef vel gengur hjá manni og maður sér að maður er að nota hlutina jafn mikið og maður ætlaði sér?

Hvernig eru vélarnar eins og XM1 og XM2 þegar tekur að dimma? Ekki í kolnýðamyrkri heldur eins og seinniparturinn lítur út í Rvk á veturna? Og jafnvel að kvöldi til?

Ná vélar á borð við XM1 og XM2 að captura strobe? (venjulegar gamlar miniDV vélar ná ekki strobe flössum td.)