Sælir.
Ég hef verið að búa til svolítið af stuttmyndum gegnum árin, en það hefur þó alltaf verið eitt vandamál til staðar. Ég á neflinlega enga upptökuvél. Ég var að velta því fyrir mér hvort Hugarar hefðu einhverjar uppástungur?
Myndavélin þarf að geta skotið í góðum gæðum, helst HD en það er samt ekki nauðsynlegt. Hún þarf ekki að vera með snertiskjá, innbyggðu klippiforriti eða öðru fancy-smancy rugli. Þarf bara að vera góð upptökuvél og helst undir 100.000.
Þarf að virka með Mac.
Ef þið erum með einhverjar uppástungur um upptökuvél og vitið hvar slíkur gripur fæst, endilega gerið athugasemd.
Og líka, veit einhver hvar í fjandanum maður fær Liquid Latex hér á landi? Mig langar að gera zombie-mynd!
Kallinnkallinnkallinnkaaaallinnkallinnkallinnkallinn