[YouTube]http://www.youtube.com/watch?v=YxDmcm9PWxw

Mæli eindregið með að horfa á í HD!

Ég dreif mig síðasta laugardag uppá svalir hjá Orange við Lækjartorg með félaga mínum uppúr 2:00 og tók upp 2 klukkutíma af efni af næturlífi Reykjavíkurborgar.

Ég notaði ekki hina hefðbundnu tilt shift pælingu í þetta skiptið heldur maskaði ég út þau svæði sem ég vildi draga úr fókus. Ég hafði séð það gert áður í nokkrum tilt shift myndböndum og vildi prófa sjálfur. Ásamt því leiðrétti ég liti, herti á myndböndunum og fækkaði fps niður í 8 - 14 ramma á sekúndu til að gefa þessu meiri “stop motion” fýling.

Vonandi líkar ykkur útkoman :)