Ég ætla að byrja á því að nefna að ég er splunku nýr á Huga og vona að ég sé að skrifa í réttan dálk og allt það.

En semsagt ég og félagar mínir höfum mikinn áhuga á að búa til biómynd. Ég hef alltaf haft áhuga á svona löguðu og hef leikið mér mikið með klippingu(Pinnacle Studio) og tekið upp.

Nú viljum við stækka aðeins við okkur og mig langar að kaupa mér (Semy) Pro upptökuvél en veit ekki hverju ég á að leita eftir. Ég er búinn að vera að lesa mig mikið til en það væri gott að fá útsýringu á lykilhugtökum þegar kemur að bæði Tökuvélum og öllu sem við kemur kvikmyndargerð (Ljósbúnaður, tæki og tól).

Það sem ég þarf mest hjálp í er eftirfarandi:

* Leit að góðri upptökuvél (hef verið að skoða þessar vélar http://canon.nyherji.is/html/atvinnuvelar.html)

* Hvaða klippiforrit er best að nota uppá að fá sem flottasta mynd og effekta.

* Hvað væri sniðugast að gera þegar kemur að því að fá lýsingu (Bæði úti, og inni í dimmu vöruhúsi)

* Fá Pointers, einhver heilræði væru mjög vel tekin:)

Bætt við 26. janúar 2009 - 11:25
Ég er að pæla í að kaupa Panasonic - HDCHS100.


HÉR getið þið séð Specs.
http://www2.panasonic.com/consumer-electronics/shop/Cameras-Camcorders/Camcorders/Hi-Def-Camcorders/model.HDC-HS100.S_11002_7000000000000005702#tabsection
Þú tapar leiknum