Getur einhver sagt mér hver er munurinn á græjunum, sérstaklega myndavélunum, sem eru notaðar í kvikmyndum eins og hollywood-myndum annars vegar og heimildamyndum t.d. frá BBC hins vegar??

Veit ekki hvort þið hafið tekið eftir því en það er eitthvað öðruvísi þegar maður horfir á kvikmynd og heimildamynd þó svo að heimildamyndin sé hi-def og allt. Hreyfingar virðast vera einhvernveginn öðruvísi og þessvegna þegar maður labbar framhjá sjónvarpi í búðarglugga og það er mynd að spilast þá sér maður strax hvort þetta er heimildamynd eða kvikmynd…

Hver í fjandanum er þessi munur??! :O