Hæ ég er að spá, ég er að fara útí tja nokkuð stórt verkefni á næstunni.. Hvorki meira né minna en sjónvarpsþáttur. Það sem ég var að spá, er til einhver svona Mini DV player sem ég tengi við tölvuna svo ég geti bara tekið spólurnar og skellt þeim beint inná tölvuna fyrir frekari klippingu og svo þegar ég er búinn þá fer heill klipptur þáttur aftur inná nýja mini dv spólu og ég fer útí bæ þar sem ég læt setja þetta á betu.

Það sem ég á við, ég nenni ekki að vera sífellt að hafa cameruna tengda við tölvuna. Veit að þetta er hægt í henni, vildi frekar geta tekið efnið af spólunum með svona Mini DV spilara sem tengist við tölvuna sem getur svo tekið við klipptu efni til baka án þess að notast við cameruna sjálfa. Hvurs lags græja er best í það? Þekki ekki inná þann hluta.
Cinemeccanica