Ég var svo heppinn að rekast hér á geðveikan tilboðspakka á Canon XM2 vél með ýmsu fleirru. En ég er að velta einu fyrir mér.

Mér vantar hljóðnema til þess að hafa utanáliggjandi og góðan hljóðnema þá.

Og svo vantar mig líka svona viðtalshljóðnema sem maður heldur á.

Ég er bæði að fara að gera eina heimildarmynd sem margir bíða spenntir eftir og svo hugsanlega líka að fara út í sjónvarpsþáttagerð á nýjum þætti (ef samningar nást varðandi það)

Svo hverju mælið þið með. annarsvegar viðtalshljóðnema sem maður heldur á (eins og í fréttunum t.d.) og svo hljóðnema til að festa á cameruna sjálfa.

Jack tengi er kostur, tími varla að fara að kaupa mér einhvern xlr breyti ef ég þarf þess ekki.

Bætt við 2. júní 2007 - 02:02
Er einnig að spá í að hafa viðtalsmic-inn þráðlausann..

Kostur en ekki nauðsinlegt.

Hverjar eru réttu græjurnar í þetta?
Cinemeccanica