Ég er hér, aldrei þessu vant, búinn að koma mér í þann bobba að þurfa að taka ákvörðum um hvers konar tæki ég vilji kaupa. Í þetta skiptið er það vídeótökuvél, en valið stendur milli tveggja véla. Annars vegar er það þessi Panasonic PV-GS320 vél og hins vegar þessi Sony DCR-HC96 vél.

Þetta verður fyrsta vélin sem ég kaupi (hvor sem það þá verðir), ég hef aldrei átt vídeótökuvél áður en hefur alltaf langað í eina slíka. Ég er alls ekki að fara út í neina professional vinnu með vélina sem ég kaupi, bara áhugaupptaka, mestmegnis mér og öðrum í kringum mig til ánægju og yndisauka.

Þar sem ég er ekkert sérstaklega vel að mér í þessum vídeótökuvélafræðum væri öll hjálp og allar ábendignar vel þegnar í þessari ákvarðanatöku.

Takk fyrir það.

Bætt við 27. maí 2007 - 15:34
Ég gleymdi víst að pósta linkunum á vélarnar…

Hér er Panasonic vélin: http://www.bhphotovideo.com/c/product/477103-REG/Panasonic_PVGS320_PV_GS320_3_CCD_Mini.html

Og hér er Sony vélin: http://www.bhphotovideo.com/c/product/423280-REG/Sony_DCRHC96E_DCR_HC96E_PAL_Mini_DV.html