Sæl.

Ég er í smá vanda. Mig langar rosalega til að gefa vini mínum svona klippispjald (Köööött spjald) eins og er alltaf notað þegar verið er að skipta upp tökum á atriðum á filmu við upptöku á bíómynd eða e-ð. Hann á nefnilega afmæli bráðlega og hefur brennandi áhuga á kvikmyndagerð. Þetta væri svona flott að gefa með.

En hvar er hægt að fá svona á Íslandi? Hef ekki tíma til að panta af ebay.

Með von um skjót svör.
Jón I.