Úff alltof margir hjálparþræðir gerðir en jæja þið hafið reynst mér vel hingað til :P

Jæja var að ná í Avid Xpress Pro HD v.5.0 og allt í góðu, mjög þægileg og byrjendavæn tutorials á síðunni en eitt kemur í veg fyrir að ég geti gert eitt né neitt. Ég sé ekki myndbönd sem að ég importa. Að vísu bara búinn að importa 1 klippu sem að ég tók sjálfur með fraps öll önnur video sem ég reyndi að finna voru incompatible en hann hafði ekkert á móti að importa þessu. Síðan þegar ég ætla að reyna að skoða það þá kemur bara svartur skjár sem breytist í hvítan, ss. ekkert. Er með rétta upplausn, setti inn nýja codecs frá síðunni þeirra, fiktað í öllum mögulegum stillingum og hvaðeina. Ég get spilað .mp3 file sem ég importaði þó.