Ég er að velta fyrir mér hvort það sé til eitthvað klippiforrit, ef þú ert t.d. með HD upptökuvél sem tekur marga ramma á sek, sem gerir þér kelift að enda með því að geta sýnt (það sem þú tókst upp) í slow motion og að þetta komi nokkurnvegin út eins og á filmuvél (grófkorna og svona hrátt)

Ég veit að það eru til svona camerur með 24p stillingum minnir mig að það hafi heitið, en þá held ég að ég geti ekki sýnt það nógu hægt. Og að kaupa sér filmuvél fyrir mann eins og mig er kannski ekki fýsilegur kostur.

Ég er helst að taka upp jaðarsport, og þeir í jaðarsportinu taka sumir upp á 16mm filmuvélar.

Það versta fyrir mig væri að sýna þetta í HD gæðum og á venjulegum hraða.

Er til eitthvað svona forrit sem lýkir eftir gömlu filmuvélunum? (ef ég myndi kaupa mér cameru sem tekur nógu marga ramma á sek)

takk
Tómas