Ég er með sony vegas 7.0 á tölvunni minni og það er ekkert alveg að virka. Ég get spilað og klipt einhver low quality myndbönd sem eru tekin upp á einhverri digital ljósmyndavél en ef að ég reyni að spila einhver myndbönd í meiri gæðum þá fæ ég bara not responding og allt frís. Ég get samt spilað og klipt þessi sömu myndbönd án vandræða í windows movie maker. Held að þetta sé ekki tölvan mín, ég er með 1,7 GHZ duo örgjörva og 1GB minni, forritið á ekki að þurfa nema 800MHZ örgjörva og 256MB minni. Hefur einhver lennt í þessu? Er þetta eitthvað sem að ég get lagað með einhverjum stillingum eða? Öll hjálp vel þegin…