Ég á ágætis hljóðnema (Sennheizer MKE 300) en virðist hafa skemmt hann - Ég er nú ekki í því að fara illa með hluti en það þarf nánast ekki neitt til skemma þennan grip. En það er önnur saga!

Ég fór að hugsa um þetta hljóðmál, maður tengir ýmist hljóðnema við myndavélina eða notar innbyggða hljóðnemann (hörmung, ég veit) en ég fór að hugsa um hvort ekki væru til aðrar ódýrar aðferðir til að ná hljóðinu, til dæmis með minidisk player. Þá hefur maður Cameruhljóðið til vara ef hljóðupptakan klikkar (betra en að vera með alveg ónýta upptöku ef útvær hljóðnemi klikkar). Það á svo ekki að vera mikið mál að stilla saman hljóð og mynd í klippiforriti.

Hvað segiði? Einhver sem notar sérstaka græju í hljóðið?