Þannig er mál með vexti að ég næ ekki að stækka myndirnar mínar, ég er með Adobe Premiere pro 2.0 og líkar það vel, en eini gallinn er að klippurnar mínar eru alltaf bara 320 x 240 að stærð.

Eins og glöggir menn hafa tekið eftir er þetta frekar lítið.. Ég hélt fyrst að þetta væri í Premiere forritinu, en það reyndist ekki vera og ég rek vandamálið annað hvort í “capture” búnaðinn sem ég er með (sem fylgdi myndavélinni) eða þá til myndavélarinnar sjálfrar…

Ég get ekki með nokkru móti fundið út hvað vandamálið er…

Einhverjar tillögur með hvað ég gæti gert?
Það sem ég segi er mín skoðun. Þó skaltu ekki dæma mig of hart, og alls ekki bögga mig, ég nenni ekki svoleiðis. Fyrirfram þakkir.