Sælir/Sælar

Mig vantar smá hjálp. Málið er að ég er búinn að vera að reyna að setja fjölskyldumyndbönd og soleiðis yfir á DVD diska sem ég hef verið að taka upp. Þegar ég tengi cameruna með Firewire tengi við tölvuna poppar upp Windows Movie Maker og hann tekur þetta alveg upp í mjög góðum gæðum og allt þannig nema hvað að 1 min er 200mb sem er slatti miðað við það að spólurnar sem ég er að reyna að setja á DVD diska eru 60 min, þannig að þetta væri 12Gb. Það sem ég er að spá hvort að þið vitið um einhvað forrit sem að kemur þessum 60 min inn á 4.7Gb DVD disk án þess að gæðin hrapi einhvað brjálaðslega? Einnig prufaði ég að taka þetta upp í verri gæðum með Movie Maker en þá þarf ég að converta þetta frá wmv formi yfir á vob og svo skrifað þetta og þá voru gæðin komin soldið látt niður.

Kv. Magni