Var að heyra frá fyrstu hendi að kvikmyndafyrirtækið Pegasus hefði sagt við einn starfsmann sinn sem átti að redda fólki til að vinna á setti, að það gæti ekki verið stelpa!!!

Þetta er bara gamaldags viðbjóður að hugsa svona, ef eitthvað er þá þarf að hvetja stelpur (konur) til að taka þátt í þróun kvikmyndagerðar, allt of mikið karlaveldi eins og þetta er í dag.

Karlremba og heimska skorar ekki stig hjá mér, takk fyrir, ég merki NEI við Pegasus hér ef ég hef um eitthvað annað fyrirtæki að velja.

Sorry kvartið í mér, ég er bara svo ógeðslega hneygslaður, ég hélt að þetta væri nýjungagjarn bransi.

massi