Núna um helgina verður allt efni inni á vefsíðu Screw It Productions (www.screwitproductions.com) komið á server innanlands, þ.e. myndefni og tónlist.
Þá koma inn 3 nýjar stuttmyndir frá kvikmyndagerðafélaginu Leiðindi og ég er að reyna að átta mig á hvernig ég set upp phpBB2 spjallborðið.

Núna óska ég eftir efni frá ykkur kvikmyndagerðarfólki, og óska einnig eftir fólki á skrá (leikurum, tökumönnum o.s.fr.) ásamt öðrum kvikmyndagerðafélögum.

Ég gerði mér grein fyrir að þetta færi allt hægt af stað, þ.e. fólk væri tregt til að skrá sig og sína inn en mér finnst þetta farið að vera svolítið of langur tími og þetta er búið að vera full lengi að taka við sér.

Ég óska eftir ykkur, sem stundið þetta áhugamál að gefa ykkur smá tíma og fara á síðuna, og þeir sem eru með kvikmyndagerðafélög, að taka til að mynda svæðið sem SIR hefur, og gera svoleiðis “profile” síðu fyrir félagið ykkar.
Þeir sem vilja leika, tökumenn o.s.fr. geta litið við inn á Meðlimir síðuna eða “Leikarar” síðuna og gert lítinn profile.
Þetta tekur ekki langan tíma.

Kv.,
SIP