Ég vil byrja á að óska þáttakendum til hamingju með
myndirnar í stuttmyndakeppninni.
Það verður spennandi að sjá hver vinnur.

Hvernig væri að hafa keppni þar sem ákveðið þema væri tekið fyrir
t.d. auglýsing um áhugamálið (kvikmyndagerð á huga.is)
eða eitthvað svoleiðis.
Þá væri ákveðið fyrirfram nákvæmlega hversu löng myndin væri,
hve stór fællinn mætti vera og svo framvegis.

Dæmi:
Gera auglýsingu um kvikmyndagerð á huga.is
Hún verður að vera fyrir alla aldurshópa.
Kynning undan auglýsingu mest 10 sek.
Auglýsingin á að vera nákvæmlega 30 sek.
Kreditlisti má mest vera 20 sek.
Skráin má mest vera 12 MB að stærð.
Síðasti skiladagur 24. apríl.
myndir opnaðar fyrir áhorf 30. apríl.
Að sjálfsögðu halda sig við dagsetningar.

Það mætti jafnvel fá eitthvert fyrirtæki til að koma að þessu
þar sem það fyrirtæki væri auglýst og leggði fram einhver verðlaun.
T.d. Síminn.


En þetta er bara svona uppástunga.
Það er ekkert mál að hjálpa þeim sem ekki geta
pakkað myndum þannig að allir gætu tekið þátt
þrátt fyrir einhver stærðartakmörk.
Svo verður náttúrulega að passa að allar myndirnar
verði online þegar opnunardagur rennur upp.

Þetta gæti verið svona auka stuttmyndakeppni haldin
við hliðina á alvöru stuttmyndakeppni eins og
þessari sem var að enda en vantar úrslit í.
DJI Phantom 2 Vision + V3.0 er í uppáhaldi núna.