Ég var að spá hvort einhver vissi hvernig á að skipta skjánum í tvennt í Adobe Premiere Pro þannig að í hvorum helming er mismunandi mynd.

Til að fólk skilji nákvæmlega hvað ég er að tala um þá getur fólk farið í Premiere Pro, búið til einhvern titil í Title design og vistað hann. Draga svo titilinn yfir á einhverja klippu á tímalínuni og þá sér maður að skjárinn skiptist meðan maður heldur titlinum yfir klippunni og sleppir ekki músinni.

Veit að það er hægt að gera þetta í After Effects(býst minnsta kosti við því) en þar sem ég er ekki búinn að nota það neitt af viti þá vil ég helst fá að vita hvort ekki sé hægt að gera þetta í Premiere Pro.
Zyklus