Ég er byrjandi í gerð heimavídeó og hef lent í vandræðum með að nota lög af geisladiskum. Ég nota Movie Maker sem er í Windows XP og fæ alltaf tilkynningu um að lagið sé með license og því sé ekki hæagt að nota það. Hafið þið einhver ráð fyrir mig, ég er bara að tala um að nota tónlist undir myndum sem teknar eru af fjölskyldunni og slíkt og aðeins ætlað fjölskyldunni og nánustu vinum til sýningar.