Nýlega keypti ég mér fartölvu, meðal annars til nota í skólanum, en nýti hana líka í leiki og þess háttar. Mig langar nú að fara að klippa video á nýju tölvunni en ég á í ýmsum vandræðum. Firewire tengið virkar ekki.
Á fartölvunni er svona mjótt Firewire tengi (4-urra pinna) þannig að ég þurfti að kaupa mér nýjan kapal sem að er með 4 pinna á báðum enda kapalsins. Þegar ég svo tengi myndavélina við fartölvuna þá poppar ekki upp þessi vanalegi Windows Movie Maker gluggi sem opnaðist alltaf á desktop tölvunni minni þegar ég tengdi myndavélina við þá tölvu. ´Okei´, hugsa ég, ´starta því bara manúal.´
Þegar ég geri það og fer í gluggann til að taka upp video af DV myndavél þá segir forritið mér að engin myndavél finnist.

Hvað er eiginlega að?
(minni á það að ég lenti aldrei í vandræðum með þetta á gömlu desktop tölvunni)

ps. Eru til mismunandi gerðir af 4 pinna í 4 pinna Firewire köplum?<br><br>______________________________
“Ef ég bara hefði útvarp, þá gæti ég búið til alheimsþýðingarvél!”
- Georg Gírlausi


“Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, en stundum stendur eikin á hól eða hæð og eplið rúllar niður. Langt niður.”
- Ég

Dear God bréf komin á síðuna:

Síðan mín