Já, ég er farinn að fikta í Adobe Premiere forritinu og er ég með útgáfu 6.0
ég hef verið að braska í forritinu með vinum mínum og klippt nokkrar myndir í því og lýst svaka vel á forritið en það eru nokkur atriði sem ég átta mig bara ekki á, og vona ég að þið, hinir vitru og reyndu, getið hjálpað mér smávegis.

<b>1) Stærð bútanna sem ég hleð niður af spólunni;</b> Bútur sem er ca. 2mín og 2sek er 511 MB! er það eðlilegt eða er ég að gera eitthvað vitlaust? (ég nota movie capture)

<b>2) Að VISTA skjalið;</b> einhverra hluta vegna er það erfitt fyrir mig að átta mig á því hvernig ég VISTA/SEIVA skjalið og það sem ég er að vinna með.
Ég fer í <i>Render work area</i> og hef <i>gulu stikuna</i> yfir allt heila klabbið og þegar það er búið þá fer ég í <i>SAVE</i> en þegar ég opna skjalið aftur þá er allt af <i>Timeline glugganum!</i> ég get ekki spilað það sem ég var kominn með í <i>Monitor glugganum</i> og allar File-arnar í <i>Project skjánum</i> mínum eru samt á sínum stað en heita ALLAR með tölu: <b>-1</b> , hvort sem þær eru <i>myndbútar, tónlist, eða hvað annað!</i>

ég vona að þið skiljið hvert vandamálið er hjá mér, og spurningarnar og um fremur að þið vitið hvert svarið er.

Ég vona bara að eitthvert ykkar er til í að hjálpa mér með vandann, ég hef varla þolinmæði í að byrja að klippa myndina sem ég var með aftur, ef hún hverfur aftur! ég er búinn að eyða meira en 6 klukkutímum í að klippa myndina og hún er öll horfin. en ég er til í að klippa hana aftur ef ég fæ hjálp hérna og bið því ykkur um hjálp.

ég er á hnjánum ;) hjálp!! :)
<br><br>joeydahoney
I