Sælt veri fólkið.

Ég er nýbúinn að fá DV cameru(JVC GR-D30) og er í nokkrum sona byrjendapælingum.

Ég er aðallega að pæla í forritum og hraða á tölvum og datt í hug að spyrja ykkur út í þessi mál því hérna leynast eflaust reynsluboltar í þessum efnum.

Ég er með 2 vélar:

Sú fyrri er borðtölva, 2ghz P4, 256 RAM. Keypti Firewire kort í þessa og búinn að setja það í en hef samt ekki ennþá getað komið videounum yfir í tölvuna en ég er viss um að það stafi af því að ég er með gallaða útgáfu af Windows XP uppsetta en það stendur til bóta í næstu viku.

Seinni vélin er IBM thinkpad R31, 1ghz P3 og 256 RAM. Ekkert firewire en væri gaman að geta notað hana líka í klippingar og svoleiðis dæmi.

Þá er spurningin. Hvað koma þessar vélar til með að ráða við?

Er eitthvað vit í því fyrir mig að setja upp Adobe Premiere 6.5 á þessar vélar eða er það forrit sem gerir kröfu um meira RAM eða eitthvað sérstakt grafíkkort eða klippikort eða eitthvað til að hægt sé að nota það að einhverju viti? Hef ég kannski ekkert við það að gera þar sem ég er bara byrjandi í þessu? Ætti ég að byrja með einfaldara forrit og færa mig síðan yfir í flóknari pakka eins og Premiere eða Final Cut? Tek það samt fram að ég hef mikinn áhuga á að kunna eitthvað í þessu og læra mikið og er venjulega fljótur að læra á sona hluti og hef aðeins prófð Premiere á lappanum en finnst það virka frekar hægt en kannski er ég bara að fara rangt að.
Ef þessar vélar koma ekki til með að höndla þessi forrit eða maður hefur ekkert með þau að gera með hvaða forritum mæliði?

Svo var önnur pæling sem ég var með og hún er í sambandi við geymslu á því sem maður tekur upp. Nú tekur maður bara af spólum og inná harða diskinn en er það eitthvað vit í því að geyma efni þar til lengdar? Bæði geta harðir diskar lent í ýmsu rugli og tapað ómetanlegum gögnum og svo yrðu hörðu diskar dagsins í dag fljótir að fyllast ef maður myndi vera duglegur við að taka upp ekki satt?
Ég var að pæla hvort það sé ekki bara vit í því að skrifa þetta bara á venjulega geisladiska og skrifa bara niður hvað er á hverjum og geyma þá vel. Svo datt mér líka í hug hvort DVD skrifari væri málið og þá væri hægt að geyma heilan helling á hverjum disk fyrir sig. Fólk með DV myndavélar geymir ekkert á spólum er það? Menn eiga kannski 2-3 spólur og taka yfir aftur aftur og aftur ekki satt? Hvernig farið þið að þessu og hvernig hefur það reynst ykkur?

Það væri líka gaman ef þið gætuð bent mér á einhverjar heimasíður varðandi svona forrit eða kvikmyndagerð(stuttmyndagerð), myndatökur eða almennt um Digital video myndavélar eða bara allt þessu tengt.

Svo væri líka gaman að heyra frá öðrum sem eiga svona JVC GR-D30(eða sambærilegt model) um reysnlu þeirra af vélinni.
Mín reynsla er reyndar mjög stutt eins og þið heyrið en hún er samt alveg ágæt. Maður þarf aðeins að læra á stillingarnar betur og sona. Hins vegar er þessi “Digital colour night scope” ekki að gera sig og mér finnst eiginlega bara ömurlegt að nota hann, því miður. Og það er ekkert svona til að setja ljós á vélina útaf þessi night scope átti að vera alveg nóg og það finnst mér hræðilegt því að vélin virkar því varla í myrkri:(

Vonandi að einhverjir snillingar hérna geti hjálpað mér með eitthvað af þessu.

Takk