Ég og nokkrir vinir mínir lukum nýlega við gerð myndar fyrir íslenskuverkefni(fyrstu 4 kaflarnir í Fóstbræðrasögu). Við sýndum myndina í tíma í gær við góðar undirtektir. Sú pæling er í gangi að senda myndina hingað inn á huga, en það er eitt sem gæti staðið í vegi þess. Tónlist. Við erum nefnilega með þrjú lög í myndinni, Mona Lisa Overdrive (Eltingarleikstónlistin úr Matrix Reloaded), Tribal Dance (2 Unlimited) og Misirlou (úr Pulp Fiction).
Munum við þurfa að skipta lögunum út fyrir einhver önnur sem ekki eru bundin höfundarrétti?<br><br>______________________________
“Ef ég bara hefði útvarp, þá gæti ég búið til alheimsþýðingarvél!”
- Georg Gírlausi


“Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, en stundum stendur eikin á hól eða hæð og eplið rúllar niður. Langt niður.”
- Ég

Dear God bréf komin á síðuna:

Síðan mín