Í gærmorgun senti ég stuttmynd Fylkið að nafni sem er matrixparodía. 10 min á lengd. Á leiðinni eru tvær aðrar matrix parodíur, og eru handritin fyrir þær búnat.
Persónurnar:
Neo: Njó
Morpheus: Naflakusk101
Smith: Smári
og fl.

Gert verður í númer 2 grin af Burly Brawl eða þegar Neo tekur á 70 Smiths sem ráðast á hann. Hér er smá glimps.

BROT ÚR FYLKÐ ENDURHLAÐIÐ

Allt í einu birtist önnur jakkaföt fyrir aftan hann, og inn í þeim er annar útsendari.

SMÁRI: Hér er vinur minn, Snorri útsendari.

SNORRI: Hæ! Hvað er uppi?

SMÁRI: Himininn.

Smári lagar bindið hjá Snorra. Þeir brosa til hvors annars. Þeir líta báðir snöggt á Njó og ráðast til atlögu.

Smári og Snorri eru mikið lið og Njó á fullt í fangi með þá. Að lokum kemur Njó með glæsilegt högg sem Smári ver með naumindum. Njó réttir úr höndina en ekkert gerist. Smári brosir.

SMÁRI: Forritararnir mínir föttuðu loksins að ég þarf engin lungu… ég er uppfærður.

NJÓ: Ég tók eftir því.
Njó sparkar Smára hraustlega upp að vegnum. Smári lítur illilega á hann.

SMÁRI: FLEEEEIIIRI!!!!!

Annar Smári kemur fram.

SMÁRI 2: Þarf ég hjálp?

SMÁRI 1: Nei, ég er ég, þú ert þú!

SMÁRI 2: Nei, þú ert ég en ég er þú!

SMÁRI 1: Þegi þú!

Á meðan er sýnt hvernig Njó tekur Snorra í bakaríið.

Þeir líta snöggt til hliðar og ganga til liðs við Snorra sem á í fullu fangi við ofurstyrk og glæsileika Njós og sérstaklega leikara hans.

Að lokum eftir langa mæðu ná útsendararnir að fella Njó og Snorri beinir byssu sinni að honum.

SNORRI: Aðeins maður.

NAFLAKUSK101: Víktu þér undan þessu.

Lagið “Here I come to save the day” spilast. Nafli skýtur Snorra niður.

Smárarnir eru hins vegar farnir.

Langt í burtu gróa Smárarnir aftur og Snorri.

SMÁRI 1: Herra Jónsson er…

SMÁRI 2: …ekki lengur skotmarkið.

SNORRI: Hver þá?

SMÁRI 1: Ekki hr. Jónsson…

SMÁRI 2: … þessa stundina.

SNORRI: Við höfum brugðist verkefni okkar; að handsama undantekninguna Jónsson. Ég mun neyðast til að tilkynna þetta.

SMÁRI 1: Ég er ósammála…

SMÁRI 2: Ég líka.

Smári 1 setur höndina inn í Snorra.

SMÁRI 1: Ég, ég, ég…

SMÁRI 2: Ég líka.