Er einhver hérna sem er að gera eitthvað að viti í After Effects sem getur svarað þessu:

Hvernig er best að setja sömu manneskjuna tvisvar inn á skjáinn á sama tíma í AE. Láta t.d. sömu manneskjunna labba hlið við hlið eða þ.h. Maður hefur oft séð þetta gert í auglýsingum eða bíómyndum o.s.frv.

Ég er búinn að reyna að nota masks við þetta en það er erfitt að nota masks þegar “copyið” af manneskjunni fer t.d. bakvið hina.

Bluescreen er ekki mögulegt en er ekki einhver önnur leið en masks?