Þetta er uppkast að kvikmyndahandriti sem ég hef haft í undirbúningi síðastliðið ár. Að sjálfsögðu leikstýri ég sjálfur og hef ég því svona tögg með.


“Innskin Mánans”

Eldhús, nótt. Vetur.
STÚLKA situr við borð og heldur á hárblásara sem er ekki í sambandi. Hún starir í myndavélina með manísku augnaráði. Fyrir aftan hana er GLUGGI, fullt tungl skín inn yfir VASKINN sem er fyrir neðan gluggann. Til hægri við STÚLKUNA er ÍSSKÁPUR.

STÚLKA [nærmynd af munninum] - “Einungis eitt af hverjum 15 börnum á Nagasaki svæðinu fæðist eðlilegt. Fólk á þessu svæði prísar sig sæla ef sonur þess ellegar dóttir fæðist með tíu tær, tíu fingur, tvær tungur og rúmt höfuð. Ég er fædd hér. Hér er ég.”

Nærmynd af eldhúsvaskinum.
Upp úr honum söngla margar barnakórsraddir.
VASKUR - “Hún er hér, hér er hún, hvít og gul og blá og brún”

STÚLKA [nærmynd af munni færist upp að augum] - “Ef þú veiðir fisk í á, skaltu gæta að. Einn biti af slíkum fisk getur reynst hættulegri en þúsundir bita af marmara.”

Ísskápshurðin er opin í örlitla rifu og út sönglar djúp karlmannsrödd.

ÍSSKÁPUR - “Gefðu mér, fisk og smér, gefðu mér, fisk og smér. Því þú ert hér og ég hjá þér. Sveltur í mér barnaher.”

Það myndast sprunga í gler GLUGGANS fyrir aftan STÚLKUNA. Henni verður hverft við og stendur upp.
Hún lemur fast í borðið, grípur glas og hendir í vaskinn. Allar raddirnar í vasknum öskra.

STÚLKA - “Ein af hverjum fimm konum í Sómalíu lifir af að eignast barn. Af þeim börnum ná aðeins eitt af hverjum tíu að verða kynþroska. Samt er þar fólksfjölgunarvandamál.”

Fyrir aftan stúlkuna er nú komin hurð. Hún opnar hurðina, stígur í gegn og hverfur. Hurðin lokast af sjálfu sér.
Ekkert gerist í rúma mínútu.

ÍSSKÁPUR - “Bæ, bæ”.

FADE TO BLACK.<br><br>point profess your excellency