Ég tók nýlega upp efni fyrir stuttmynd sem ætti að ver um 30 mínútur að lengd og tókst nokkuð vel upp. Eina vandamálð er það að ég tók myndina upp á videocameru sem er með svokallaða Hi8 spólur og hef ekki græjur til að klippa þetta niður. ÉG fékk mér þá ágætis klippiforrit á heimilistölvuna og nýtt vandamál skaut upp kollinum! Mig vantar græjur til að flytja efnið af spólunum og inn á tölvuna.
Ég fór og talaði við nokkra “Sérfræðinga” :o) og þeir sögðu mér að fjárfesta í sjónvarpskorti með bæði TV in og TV out tengjum.
Ég fór þá úm hálfan bæinn í leit að svona korti en sú leit bar engan árangur…
Ef eitthver “Þarna úti” á svona kort eða hefur eitthverja hugmynd um hvar ég get fengið það má sá hinn sami endilega hafa samband…
Kær kveðja.